Sunday, November 4, 2012

2 mánuðir


Nú er komið að því, eftir baráttu uppá blóð, svita og tár að fá netið í tölvuna mina eftir langa bið þá loksins vann ég. Undirbúið ykkur fyrir heljarinar skemmtun, vil afsaka stafsetningarvillurnar er svo spennt næ ekki að hugsa skýrt!

Allavegna hvar á ég að byrja..

Fór með AFS krökkunum sem eru í Campaniu (Napolí og þar í kring) í 6 week camp sem var haldið í Salerno, u.þ.b. klukkutími í lest. Vorum þar í 4 daga og sjaldan hef ég sofið jafn lítið. Náðum að rottast okkur saman og hittast öll í einu herbergi og vaka alla nóttina sem jújú var rosa gaman en ekki jafn gaman daginn eftir að vakna klukkan 8! En vorum semsagt 34 hressir skiptinemar og öll jafn athyglissjúk og allur pakkinn þannig þetta var rosa skemmtileg ferð. Fyrsta daginn vorum við aðalega á fundum og fyrirlestrum sem var ekkert æðislega gaman en náðum að skemmta okkur með því að taka myndir af öðrum sofandi og taka grettumyndir, rosa fjör. Fengum mat á hótelinu 3svar á dag og alltaf tveggja eða þriggjarétta, þjónað til borðs og allt. En morgunmaturinn var aðal hjá okkur stelpunum því við fengum ótakmarkað magn af vínabrauði og Nutella!! Það eina sem náði okkur á fætur var það hahaha, varð svo rosa mikill húmor í ferðinni. Líka gaman að segja frá því að allir þá meina ég ALLIR skiptinemarnir drekka núna kaffi og biiiiðröðin sem myndaðist fyrir einn esspresso til að starta deiginum... samt alveg þess virði!En við gerðum margt skemmtilegt, gerðum kynningu um landið okkar og ég rosa sniðug að taka gjöfina sem ég gaf fjölskyldunni minni til baka yfir þessa daga til að sýna krökkunum myndir af Íslandi, alltaf þegar ég fletti um síðu þá heyrðist í þeim váááá, svo aftur váááá, já mamma... er búin að leyfa nokkrum krökkum að koma í heimsókn og fá gistingu hjá okkur bara láta þig vita :)) En krakkarnir héldu án gríns að ég ætti heima í snjóhúsi og með mörgæsir sem gæludýr...  en náði svosem að leiðrétta einhvað af því en ekki allt. Komst líka af því hver kallaði mig albinóa í arrival campinu í Róm, þá er það Ilma sem er ein besta vinkonan mín sem er líka í Napolí, og það sem var hleigið. Allavegna, fórum líka að skoða söfn sem var drepleiðinlegt og fórum í krikju þar sem flestar stelpurnar voru í stuttbuxum og hlýrabol og presturinn rak þær úr kirkjunni, það var rosa fyndið, sáum líka einhvern mann vera í þvílíkum játningum við prestinn og við alveg í kasti bakvið þannig hann endaði á því að reka okkur öll út úr kirkjunni, en toppur dagsins var þegar við fórum á ströndina, ég albinóinn var í steik allan tímann og kom heim eins og tómatur í framan, en allt í lagi með það. Næ alltaf að misskilja einhvað og fatta það svo ekki fyrr en langt eftirá, herbergisfélaginn minn var frá Austurríki EKKI Ástralíu hahaha og hvað var ég búin að koma mér í, búin að spyrja hana út í kengúrur og að Ísland væri akkurat hinumeigin á heiminum og svona óþarfa ÞARTIL seinasta daginn nær hún að æla því uppúr sér að hún sé frá Austurríki.... Svosem ekkert spennandi að spyrja um Austurríki þannig við héldum áfram að tala um Ástralíu.. djók. Uppahöldin mín í þessari ferð eru klárlega stelpurnar frá Tælandi og kína, get ekki líst því hversu mikið ég sakna þeirra núna, þær eru svo miklar dúllur!! Var líka rosa gaman að taka ljósa hárið mitt og láta yfir þeirra og taka myndir!Umm það var svo hæfileikakeppni þar sem ég og stelpur frá USA, Póllandi og Noregi tökum ákvörðun að dansa höfuð, herðar, hné og tær og syngja á okkar tungumáli(þvílíkur hæfileiki, ég veit) fékk samt smá samviskubit eftirá því stelpurnar frá tælandi komu með búninga og voru búnar að æfa sig heima og allt hahaha, en rosa flott hjá þeim! Gæti talað endalaust um þessa ferð, en kom dauðþreytt heim á sunnudeiginum og með mestu munnræpu sem ég hef fengið og þá á ítölsku og held að ekkert hafi meikað sens en hann var alveg rosa rosa ánægður og klappaði fyrir mér og hló af mér eins enginn væri morgundagurinn, veit ekki hvort það sé gott eða ekki... allavegna var mamma að taka powernap þegar ég kom heim og ég búin að vera rosa dugleg að æfa mig fyrir framan spegilinn til að segja henni frá seinustu dögum á ítölsku og hún var ekkert smáá ánægð jeijj..

Á mánudeiginum mæti ég eins og múmía í skólann, ógeðslega þreytt og alls ekki að nenna þessu, en þá var bekkurinn minn rosa ánægður að sjá mig eftir allan þennan tíma sem við vorum ekki saman og rosa gaman að spyrja mig  út í helgina þannig ég splæsti í nokkrar settningar á ítölsku og þau alveg himinánægð með Íslendinginn sinn. Talandi um skólann þá gengur svosem ágætlega þrátt fyrir að ég geri ekki neitt nema að sitja og gera ekki neitt í 5 tíma á dag! En fer á hverjum deigi í ítölskutíma í skólanum og þá þarf ég alltaf að gera „heimanám‘ og skrifa eina settningu á ítlölsku og lesa fyrir bekkinn sem er svosem ágætt :)) bara vesen að vera komin með heimanám svona snemma.. djók

Það er víst kominn vetur í Napolí, fer alveg niður í 16°!! Og þá þarf ég sko að fara í úlpunni í skólann!! En seinustu daga er búið að rigna frekar mikið og þá meina ég mikið! Er kanski í skólanum og þrumur og eldingar fyrir allan peninginn ég náttúrulega hef ekkert að gera í tímum nema að stara út um gluggann og þegar ég sé eldingarnar og heyri í þrumunum þá kippist ég alveg til og pikka í alla og segi heyrðiru þetta????! Á voðalega erfitt með að venjast þessu, þau taka ekkert eftir þessu lengur. Gaman að segja frá því að við systurnar ´stálumst´til að fara á vespunni í rigningu á laugardeiginum í seinustu viku og fengum það aldeilis í bakið þegar við vorum hálfnaðar á leiðinni heim í mestu rigningu sem ég hef upplifað og hvað helduru, VERÐUM VIÐ EKKI BENSÍNLAUSAR.... frááábært!! Svo við hringjum skömmustulegar í pabba til að sækja okkur og koma með bensín fyrir vespuna hahaha... erum alveg stórhættulegt teymi á vespunni.
Langar að skjóta því inn að seinustu sturtuferðir hafa verið rosalega skrautlegar. Fyrst næ ég að klára heita vatnið, næ að harka það af mér og klára að skola hárið með kalda vatninu en viti menn daginn eftir er ég rétt búin að skella sjampóinu í hárið og klárast ekki helvítis vatnið!!! Og hvað þá? Þá tekur við bið þartil vatnið dælist aftur á hahaha.

En það var frí í skólanum á fimt,föst og laug, hef ekki hugmynd afhverju en græt það ekki. var orðin rosa spennt að fá loooksins að sofa út, en nei á litla sæta systur sem vaknar klukkan 8 á morgnanna og þarf að fá allt nágrennið með sér á fætur!  Byrjar að syngja og öskra og berja í veggi, hélt að ég væri að sturlast.. vil nýta tækifærið núna og byðja bræður mína fyrirgefningar á að vera ógeðslega pirrandi litla systir í gegn um árin dísess kræst hvað ég finn til með ykkur sem eiga lítil syskini! En nóg með það fór á halloween ball með fótboltanum á miðvikudaginn og það var rosa stuð! Tók nokkur danspor á dansgólfinu og fékk gælunafnið the queen of the team hahaha en er að fara á samning með liðinu svo ég geti keppt með þeim á þessu tímabili jeijj, rosa skemmtilegar stelpur fór með þeim út að borða í gærkvöldi og þurftum að bíða svangar eftir pizzu í 2 klukkutíma, átti erfitt með að trúa því en allt fyir ekta napolska pizzu!! Náði svo að plata syssu og vinkonu hennar í að fara í einhvað bakarí og keypti handgert ítalskt súkkulaði sem er eitt það besta sem ég hef smakkað!

Er orðin enskukennari í fjölskyldunni og hitti bróðir pabba reglulega og tölum saman á ensku og fæ borgað fyrir það haha, ekki slæmt!
Er byrjuð að geta talað smá við ömmu og afa, þau eru svo miklar dúllur. Förum alltaf í hádeiginu eftir skóla í mat til þeirra sem er rosa gaman því oftast er rosa góður matur, fékk um daginn pasta með nýrnarbaunum og þær eru ekkert í uppáhaldi hjá mér svo ég plokkaði þær frá og geymdi þær til hliðar. Daginn eftir tók amma sig til og hakkaði helvítís baunirnar og bjó til sósu úr þeim og blandaði við pastað, frábært amma, frábært!!! Kemst ekkert upp með að plokka þær til hliðar lengur, djöfull er sú gamla klók.. Hún er líka mesti snyrtipinni sem ég veit um(já mamma hún er verri en þú) en er samt ekki að hata það því þegar ég kem heim úr skólanum er hún búin að brjóta saman fötin mín sem voru í haug á stólnum og búin að búa um rúmið, þurka af og sópa gólfið! Algjör lúxus

Er komin með þokkalega ritstíflu og veit ekki hvað ég get skrifað meira..
Allavegna þá líður mér alveg vel og fjölskyldan er góð við mig svona inná milli...djók
Fæ alveg heimþá inná milli en ég lifi þetta af! En þangað til næst!!
enn einn verslunarleiðangurinn eftir ítölskutíma með Ilmu
 Sætu bekkjósystur Roberta og Serena
 Pastagleði

Útsýnisferð með Ilmu eftir tíma
Vespugleði
 ítölskutími, kallinn sem við föndruðum Peppe
 föndraði þetta á 0,1
 pólland
 serbía, vampíra og albanía
 ííííís
 kynna ísland
 pirate!
 heimabakaðar minipizzur
 hópurinn í 6 week camp
 fyrsta heimsendingin!!
 Roomies í 6 week camp
 ströööndin!!

halloween skvís og smá skólaflippp

Tuesday, October 9, 2012

1 mánuður kominn

Nýjustu fréttir frá Napoli! er enn á lífi eftir 1 mánuð, veit ekki hversu lengi það endist því að komast í og úr skóla er bara spurning um líf og dauða! umferðin hérna er klikkuð og þá meina ég klikkuð! engar umferðarreglur og ekki neitt, líka ótrúlegt hvað fólk heldur að ef það liggur á flautunni að umferðin gangi einhvað betur fyrir sig..... en það gerir það EKKI....
En úr hræðslunni yfir í það skemmtilega!
Umm ég er semsagt hérna sem skiptinemi og geri allt annað en að læra haha, er ennþá súkkulaðið í bekknum og sit bara og fylgist með og þykist skilja þótt ég geri það ekki. Martina systir búin að sitja sveitt yfir heimalærdómi, söguprófi og efnafræðiprófi á meðan ég ligg uppí sófa að horfa á talsett sjónvarpsefni, alls ekki slæmt!!
Annars gengur jú ágætlega í skólanum, það eina sem ég skil eru enskutímarnir, kennarinn spyr mig stundum hvernig ég ber nokkur orð fram, þá læt ég ljós mitt skýna og sletti smá breskum hreim inní orðin og þykist kunna þetta rosa vel haha :)
Gaman að segja frá því að ég er byrjuð aftur í fótboltanum, er að æfa með liði sem heitir Dream Team Napoli, náði að komast inn í keppnishópinn eftir 3 æfingar og spilaði fyrsta leikinn minn á sunnudaginn, strunsaði útaf vellinum eftir leikinn og beint inn í klefa, þrátt fyrir tap og mikla fýlu í mér eftir leik þá var þetta nokkuð skemmtilegt ! Er komin með nýtt gælunafn í liðinu og það er 'Sashha', sætti mig svosem við það en vil helst vera kölluð Snowflake(haha djók, get it? get it?)
Eftir leikinn á sunnudaginn var haldið beint í ítalska skírn, hef ekki hugmynd hvað barnið heitir, var alltof upptetin að borða.... þetta var einum of... vorum mætt í skírnina um 1 leytið og ég og syssa fórum heim þegar skírnin var hálfnuð kl hálf 5 til að sofa, enda rosa þreyttar eftir leikinn. Allavenga þegar við komum í skírnina var byrjað á forréttinum, mozarella, skinka, skinkukjöt, ostar, kjúklingavefja eða einhvað í þeim kantinum, aspas vafinn í skinku, ég borðaði með bestu list og var pakksödd, þá fékk ég að vita að þetta væri forrétturinn! Svo heldur þetta áfram, risotto og pasta(sem betur fer fórum við heim eftir þetta) það sem við misstum af var svo nautasteik og svínakjöt, eftirréttur og eftir eftirréttur sem ég veit ekki alveg hvað er haha! allavegna við fórum heim og ég steinrotaðist, vaknaði klukkan 8 og hélt að ég væri að fara að æla því ég var svo södd þannig lokaði augunum og reyndi að sofna, vaknaði svo klukkan 7 um morguninn til að fara í skólann, eftir rúmlega 15 tíma svefn, mikið var það gott!!
Talandi um mat þá er ég búin að vera rosa rosa dugleg, borða tómata núna með bestu list(ótrúlegt en satt) og í gær þá borðaði ég heilan disk af nírnabaunasúpu(fékk engu ráðið um það) svo mamma þú mátt vera rosa stolt af mér núna!! en mátt samt ekki láta baunirnar í súpuna þegar ég kem heim.... ekki séns!!hahaha
Ummm, í kvöld er ég að fara í einhvað 'nafnaafmæli' hjá söru vinkou syssu til að fanga nafninu hennar, skil þetta ekki alveg en allir eiga sinn 'nafnadag' til að halda uppá, ekki græt ég það að fá kaffiköku ala italy í kvöld!!
Það er búið að lengja skóladagana um 1 klukkutíma á dag þannig ég er frá 8-1 alla daga og 8-2 á fimmtudögum, mikið rosalega munar þetta miklu, er alveg uppgefin þegar ég kem heim úr skólanum, þannig tek alltaf powernap eftir hádeigismat hjá ömmu! Alveg ótrúlegt hvað hún hikar ekkert við að tala við mig, húner algjört æði!! afinn er algjör muldrari, ég borða alltaf bara fyrsta diskinn því ég er pakksödd eftir það, fæ mér aldrei kex eðaa ávexti eftirá og mikið getur hann blótað mér öllu illu útaf því og bendir á mig og muldrar og muldrar hahaha.... fer að venjast þessu vonandi!
Allavegna hlakkar mig alltaf til fimmtudaganna, því þá hittumst við skiptinemarnir í Napoli og förum í ítölskutíma saman, en mesta tilhlökkunin er eftir tíma þegar ég fæ einhvern með mér að shoppa!!!! Ítölskutímarnir eru í Dante og það er 'hjarta' Naples, þannig aðal verzlunargatan er 5 mín frá ítölskutímanum, græt það ekki! mamma þú mátt frekar hafa áhyggjur af kretitkortinu...
Eina sem má bæta er tungumálið, ég skil smá hvað þau eru að tala um og hvað þau eru að segja við mig en ég næ voða lítið að segja til baka, er samt byrjuð að reyna smá vonandi fer þetta að detta inn :)
Annars er allt gott að frétta hérna, líður vel hérna og fjölskyldan algjört æði, finnst ég þekkja litlusystur svo vel útaf frekjunni í henni hahaha.. neei segi svona!
Langar líka að óska elskubesta afa mínum til hamingju með afmælið sitt í gær! :)))
En þangað til næst!!!! CIAO :D
Alon frá bandaríkjunum, vil meina að þetta sé nokkuð venjulegur ítölskutími, með sundhettuna og sundgleraugun á sér.... stórklikkað lið sem ég er að umgangast..
Ilma frá Serbíu og Vincent frá Hong Kong! 
Hamborgari ala robba pabba! Mc'donald hvað???


EN á voða lítið af myndum núna í augnablikinu til að láta inná en splæsti í eina sjálfsmynd í tilefni bloggsins !!

Monday, October 1, 2012

3 vikan á Ítalíu :)

Er enn á lífi eftir 3 vikur, er ekki búin að vera vör við nein morð eða lík í götunni minni uppá síðkastið :) djók...
Annars er allt rosa fín að frétta hér, alltaf einhvað að gerast en held að helgin standi uppúr í þessari viku!
Hún byrjar á því að við systurnar sofum yfir okkur á laugardaginn og mætum klukkutíma of seint í skólann, þá var búið að læsa hliðunum og kallin þverneitaði að hleypa okkur inn... en ekki grétum við það heldur förum á kaffihús og fáum okkur vínabrauð og esspressoooo:D
Eftir það fórum við á vespunni alveg neðst í Naples við sjóinn að skoða kastala og taka túristamyndir og skemmtilegheit :) En þegar það kom að því að fara aftur heim....hahaha erum semsagt á gamalli vespu sem fer ekki yfir 30 og þið getið rétt ímyndað ykkur á hvernig hraða við vorum upp brekkur allan tímann!
Armando bróðr vill meina að þetta sé meira efni í saumafél heldur en vespu hahaha, en þá tókum við okkur til og stimpluðum inn nýtt hraðamet, 60 niður bullandi brekku kv. tvær stoltar!!
En seinna um kvöldið var einhver árleg hátíð sem er kölluð 'hvíta nóttin' :) allar búðir opnar alla nóttina og tónleikar á hverju götuhorni, rosa stuð! Enda komum við ekki heim fyrr en korter yfir 6 um morguninn hahaha..
Þannig gærdagurinn fór mest allur í að sofa og borða, þarsem ítalar borða endalaust mikið á sunnudögum, er enn að reyna að átta mig á hvað þau koma miklu ofan í sig!!
Ég skellti mér í smá sólbað í gær og ég held að ég geri það ekki oftar því þeim fannst það rosa fyndið! held að það sé ekki eðlilegt að fara í sólbað úti í garði haha.. er eins og endurskýnsmerki hérna.
Allavegna gengur bara mjög vel í skólanum þrátt fyrir að ég skilji ekki neitt, ég fæ ekkert heimanám og þarf ekki að taka nein próf jibbíí!!
Er orðin algjörlega háð esspresso, ef maður stingur upp á að búa til kaffi eftir mat eða þegar við erum að horfa á sjónvarpið þá er maður strax kominn í uppáhald! pabbi þú mátt vera stoltur af mér núna!!
Umm annars er ekkert einhvað klikkað slúður svosem :) er allavegna enn á lífi!
Ætla að skella nokkrum myndum hérna með uppá fjörið!

Ein sátt í kastalanum :)
Múttan splæsti í 'smá' vínber fyrir mig
Ein mynd af 'tuskut.....' fyrir þig pabbi :)
Reyna að vera ítölsk og tala með höndunum
Haha flotta verkefnið sem við skiptinemarnir bjuggum til, Ritvars með ítalska pósið í lagi!
Var leið eftir ítöskutíma því ég skildi ekki neitt, þannig skellit mér í H&M á leiðinni heim og kom skælbrosandi heim með fullan poka víjj
Ein frá fyrstu fótboltaæfingunni
Átti að elda íslenskan mat þannig ég tók mig til og eldaði kínverskan kjúklingarétt hahaha...
Smá vespugleði eftir skóla á laugardeigi, leiðinni var haldið beinustu leið á vinsælustu verslunargötuna og sjoppað smá :)
Get hleigið endalaust af þessari mynd... en allavegna mjög góð mynd af litlusystur í frekjukasti hahaha
Kósý úti að borða með mömmu og pabba :)
Orðin ástfangin af Naples!!
Ein sveitt skemmtileg sjálfsmynd í lokin :)

En þangað til næst!! xxx

Friday, September 21, 2012

Áframhald af lífinu hérna í Napólí

Jæja kæra fjölskylda og vinir, gaman að segja frá því að ég er nær dauða en lífi hér í Napólí! 4 morð innan við kílómeter frá heimilinu mínu +  var brotist inn í bílinn okkar í þokkabót sömu nótt! Mamma er búin að vera í taugahrúgu yfir þessu en þá náði Styrmir bróðir að segja við hana að mafían drepur ekki ljóshærðar stelpur með blá augu heldur selji þær frekar... Takk Styrmir núna líður mér miklu betur.
En allavegna, það er búið að vera rosa mikið fjör hérnameigin, þegar ég var í þeim pakka að svara öllu játandi og brosandi þá náði ég að koma mér í þann klandur að fara á fótboltaæfingu, en allt í lagi með það! fékk lánaða skó sem voru frekar litlir og fékk risastóra blöðru í þokkabót jeijj :D  Mætti halda að það væri ekki til neitt sem kallast plástur en þá kom Robbi pabbi með sjúkrakassann og bjó til plástur la italian style!
Er búin að fara í 3 shopping ferðir í aðal gotunni í Napolí og ef þið þekkið mig rétt þá fer ég aldrei tómhent heim!!
Allavegna, ég er búin að vera hérna í 2 vikur og líður eins og ég sé búin að vera hérna bara yfir eina helgi, allt er svo fljótt að líða og svoo mikið að gera alltaf! við skiptinemarnir í Napolí erum á sérstöku námskeiði þar sem við hittumst nokkrum sinnum og erum að reyna að læra ítölsku sem endar oft ekkert alltof vel !
Á sunnudaginn kemur hættir fjölskyldan að tala við mig á ensku og talar bara ítölsku..... það verður skrautlegt þarsem ég er byrjuð að skilja eitt og eitt orð en alls ekki að tala hana fyrir mitt litla líf!
Ummm fór á ball á þriðjudaginn sem var örugglega samfés x2 ! hef sjaldan séð svona mikið fólk á einum stað, það var geeðveikt gaman, þónokkuð margir að reyna að taka mig útaf dansgólfinu en þá náði ég að hoppa á bekkjabræður mína og sagði að þeir væru kæró eða jafnvel stelpurnar og sagðist vera lesbísk... vel gert ég veit!!

Það sem ég er búin að læra hérna í Napolí er að esspresso kaffið hérna er það besta, ég finn bara besta mozarella ostinn í Napoli, þau tala heldur ekki ítölsku heldur napolsku eða einhvað álíka hahaha...
Alora, við systurnar förum núna alltaf á vespunni í skólann sem er eitt það skemmtilegasta við daginn því það er algjört hell að labba í skólann í þessum hita, þá er maður eins svitaklessa (fyrir allan peninginn mamma)
Talandi um skólann þá er bekkurinn minn algjört æði, allir ógeðslega háværir og þurfa athygli allan tímann ( Serena ef þú ert að google translatea þetta þá er ég bara rétt að byrja... haha) Kennaranir hérna verða ándjóks skrítnari með tímanum, tók eftir því að stærðfræðikennarinn er ekki bara með gleraugu sem stækka augun x3 heldur er hann alltaf með pung á sér og í gönguskóm svo hikar hann ekki að tala við mig á ítölsku vitandi að ég skilji ekki neitt. Einn kennarinn er ALLTAF með sólgleraugu í tíma og sveiflandi blaðvæng ég veit ekki hvert hún ætlar að fara með hann... Er alveg að meika enskutímana hérna, erum að læra 8 bekkjar enskuna hérna en allt í lagi með það þá er ég gáfuð í einu fagi! Eitt það fyndnasta sem ég lenti í var þegar húsvörðurinn eða einhvað, veit ekkert hver þetta er fór að baukast í orðabókina mína og skemmti sér konunglega yfir því en það fyndnasta var þegar einn bekkjarbórðir minn fór að leika hann. Einn kennarinn var líka í miðjum samræðum þegar hann labbaði allt í einu út úr tíma og lét ekkert sá sig aftur fyrr en eftir nokkrar mínútur hahaha... kanski aðeins of mikill einkahúmor milli bekkjarins een gaman að segja frá því!
Litla systir loksins byrjuð að tala smá við mig !! getur sag að hún eigi stóra systur sem heitir Salka Sigurðardóttir! ekkert smáá sætt!!! Fór út að borða með fjöslkyldunni á miðvikudaginn og við vorum ándjóks standslaust borðandi og drekka kaffi og fleira í 4 tíma, þetta er crazy hvað þau koma miklu ofan í sig !! þegar við vorum búin að borða þá ákvöðum við krakkarnir að halda smá tónleika þar sem einn spilaði á píanóið og við sungum með! foreldrarnir komnir í svaka stuð og fóru að öskra með og dansa, sem betur fer voru ekki margir á staðnum haha :)
Loksins kominn föstudagur og helgin framundan, bara djók það er skóli klukkan 8 í fyrramálið jeijjj!! er byrjuð að finna fyrir svo mikilli menningarþreytu!! er aaaalltaf þreytt, næ varla að halda mér vakandi í tímum og eftir skóla þá tek ég oft powernap í sófanum! með íslensku sænginni minni sem er að slá í gegn á heimilinu.
Talandi um að ég og mamma höfum misreiknað hitastikið hér í Napolí, ég pakkaði niður dúnúlupunni minni og tók hana með mér hingað og ég held að fjölskyldan sé ennþá að gera grín af mér útaf því... Er líka að byrja að átta mig á því ef það er ágætt veður á morgnanna þá er steikjandi hiti þegar skólinn er búinn, þannig það er alltof mikið að fara í bol, hettupeysu, jakka og með klút eins og á Íslandi... alltaf er maður að læra einhvað nýtt!

Allavegna er spennandi helgi framundan þrátt fyrir skólann á morgun, steplurnar í bekknum ætla að taka útlendinginn sinn og sýna mér flottustu og fallegustu staðina í Napolí, er ekkert smáá spennt :D
Annars er ég eins og er á lífi á meðan mafían er að taka til hérna, engar áhyggjur mamma ég kem vonandi aftur heim eftir 10 mánuði :) Farin að sakna ykkar smá, ekki mikið.. djók
Ætla að skjóta því inn að ég er búin að plata nokkra að ég eigi mörgæsir heima á Íslandi... gaman að því
En þangað til næst!!!
http://www.youtube.com/watch?v=3P06kyFpIQU
Eitt smá uppáhalds fyrir ykkur heima á klakanum!! xxx

Wednesday, September 12, 2012

Ferðalagið til Ítalíu og fyrstu dagarnir í Napolí :)

Jæja kæru vinir og fjölskylda,  hallið sætunum, stillið skjáinn  og komið ykkur vel fyrir! hér kemur smá blogg um fyrstu dagana hérna á Ítalíu :)

Ferðalagið hefst á Keflavíkurflugvelli, allt rosa óraunverulegt og skrítið, búin að kveðja alla( þó nokkuð mörg tár felld, þið vitið hver þið eruð hahaha ) en já við erum semsagt 12 skiptinemar frá Íslandi sem fórum saman, mikill spenningur var komin í marga en Hilmar var eiginlega bara spenntur fyrir að fá egg og beikon í fríhöfninni haha! En ég keypti lakkrís, kúlusúkk og þrista handa ítölsku fjölskyldunni minn í fríhöfninni en allt náði ekki að komast til skila... því miður..
Fyrsta flugið okkar var til Berlín sem tók sirka 2 og hálfan tíma, við stelpurnar búnar að gera okkur væntingar um rosa fínan flugvöll og vorum byrjaðar að plana hvað við ættum að kaupa okkur í  H&M, þannig vorum búnar að sætta okkur við að hanga í um 8 tíma á flugvellinum. En ekki svo gott, við þurftum að dúsa fyrir framan innritunina allann tímann! Einn snillingur kom með ferða Alias svo við byrjuðum að spila og skemmta okkur, vorum líka með gítar og fiðlu þannig við fórum að undirbúa hæfileika keppnina sem átti að vera í Arrival campinu í Róm en svo var ekki... þónokkur tími í hummi og söng farinn til einskis! við stelpurnar fórum nokkrum sinnum á klósettið í Berlín og ónafngreind manneskja hélt að við fengum einhvern sjúkdóm því klósettið var svo ógeðslegt, en ekki meira um það.


Loksins þegar við vorum búin að innrita okkur inn fórum við nokkur beint á Burger King og splæstum í einn sveittan börger eftir langa bið!
Næst tekur við flugið til Róm, það var um 2 tímar, við lendum í 20 stiga hita og logni, náum í töskurnar okkar sveitt og þreytt, 3 sjálfboðaliðar AFS taka vel á móti okkur og við förum beint í rútuna sem fór með okkur á hótelið sem arrival campið var :) eftir næstum 18 tíma ferðalag þá vorum við komin upp í rúm klukkan 2 um nótt!

Vekjaraklukkan hringir hálf 8 og þá vöknum við og förum í morgunmat klukkan 8, þarsem ítalar borða bara sætabrauð og kornfakes með volgri mjólk fór ég í smá verkfall og borðaði ekki meira né minna en 4 ávexti í morgunmat.
Þá hefst komunámskeiðið, okkur var skipt upp í hópa eftir hvert við færum um landið,  mikið af hópefli og skrítnum leikjum, við Íslendingarnir skoruðum á sjáfboðaliðanna í blak keppni sem við rústuðum að sjálfsögðu með einn fyrrverandi landsliðsmann í okkar liði en vil meina að ég hafi halað inn stigunum okkar! En þegar líða fer á daginn fæ ég alltaf meira og meira útbrot á fæturnar sem endar með því að ég fæ að fara fyrr heim á hótelið, sjálfboðaliðarnir hringja í lækni sem  ég beið eftirí sirka 4 tíma en allt í lagi með það núna :)

Svo var kvöldmatur um hálf 8 leytið og svo hittingur með öllum skiptinemunum þar sem forsetinn kom og hélt ræðu og skemmtilegheit! Eftir það uppgvötuðum við Íslendingarnir að það væri netsamband á hótelinu á ganginum fyrir framan herbergin okkar svo við eyddum daggóðum tíma þar til að kíkja inná facebook. En hápunktur kvöldsins var þegar við hittum meistarann Jón Larsen frá Færeyjum(mikill einkahúmor milli okkar), fengum mynd með honum og fórum sátt til baka inn á hótelherbergi þar sem við nokkur vorum að tala saman fram á nótt og borða íslenska nammið sem átti að fara til fjölskyldunnar.


Við vöknum 8 daginn eftir og förum í morgunmat þar sem við fengum okkur bara ávexti og fórum aftur að sofa við stelpurnar sem vorum saman í herbergi, en um 11 leytið fer ég á lestarstöðina með hinum skiptinemunum sem fara til Napolí og þar í kring:)
Lestin var 1 klst og 10 min frá Róm til Napolí, þetta var einhver sérstök hraðlest sem fer á 300 km/klst!!
Loksins er ég komin til Napolí þar sem fjölskyldan tekur vel á móti mér, það fyrsta sem ég sé er litla systirin með spjald sem stendur welcome salka!! svoo sætt, hleyp í áttinna til þeirra og tek utan um þau kyssi þau á báðar kynnar og sé að mamman er hágrátandi hahaha, en eftir smá spjall þá förum við í bílinn og keyrum heim, ótrúlegt að fólk í Napolí sé með bílpróf því þau keyra öll eins og vittleysingar!! Og þið þarna heima viljið meina að ég kunni ekki að keyra almennilega, þið ættuð að koma hingað!! ég alveg voða þæg og spenni beltið strax þegar ég fer í bílinn, þá segir Roberto pabbi að ég þurfi ekki að nota sætisbelti því allir keyra svo vel hérna og enginn noti þau lengur, EKKI TRÚA ÞVÍ! allir bílar, þá meina ég allir bílar eru rispaðir eða beiglaðir þannig, nei þau keyra ekki svona vel haha! Allir að svína fyrir alla og vespur hér og þar á götunni, þetta er crazy!!

Við komum heim og þau sýna mér húsið sem er svo sætt og krúttlegt, er með sér herbergi sem er rosa fínt :) um kvöldið er svo matur og skálað með kampavíni þau fá eitt prik fyrir það! en seinna um kvöldið förum við martina í smá útsýnisferð með bestu vinkonu hennar og hittum krakkana sem eru með mér í skóla :) allir voða almennilegir og kyssa mig á báðar kynnar og reyna að tala við mig á ensku en ég skil þau mjög sjaldan þannig ég kinka bara kolli og brosi, getur verið frekar pínlegt þegar þau eru að spyrja mig að einhverju og ég brosi og segi já hahaha...


En dag 2 þá vakna ég og bý um rúmið mitt(mamma þú mátt vera svo stolt af mér núna!!) en svo fer ég með Martinu og vinum hennar á ströndina og við vorum þar allan daginn! er eins og tómatur núna í andlitinu, þetta ætlar ekkert að breytast í tan, en allt í lagi með það :)
Síðan kemur fyrsti skóladagurinn, ég algjör snillingur að mæta í langermapeysu og jakka þannig þegar ég var loksins komin í skólann var ég ein svitaklessa, en allir voða almennilegir sem eru með mér í bekk, allir fóru í röð og kysstu mig hæ og kynntu sig svo allir að hrósa mér hvað ég er góð í ensku sem er náttúrulega bara hlægilegt miðað við kunnáttu mína!! kennaranir líka rosa fínir byrja bara að tala við mig á ítölsku og gera sér ekki grein fyrir að ég skil ekki orð, stærfræðikennarinn er með gleraugu sem stækka augun svona 3x, næ ekki að taka hann alvarlega  hahaha. En hann vildi fá mig upp að kennaraborði til að reyna að leysa nokkur dæmi sem gekk ekki eitt né neitt, en þetta reddast vonandi, fórum svo í ítölskutíma þar sem ég var bara að leika mér að flétta upp einhverjum orðum, kennarinn hrósaði mér hvað ég var dugleg að læra sjálf, ég er svo mikið súkkulaði, kemst upp með allt í bili! erum bara í skólanum frá 8-12 alla virka daga og laugardaga, það er frekar næs :)

Skóladagurinn í dag var miklu skárri, er núna eiginlega að smella inn í bekkinn :) byrjuð að tala við krakkana venjulega en skil ekki hvað þau segja til baka þannig ég held áfram að kinka kolli og segja já.. hahaha
En eins og er þá er allt í góðu hérnameigin, er að fara í brúðkaup hjá systur vinkonu Martinu, á ströndinni takk fyrir kærlega, líka nokkrir búnir að bjóða mér í sama partýið sem er í næstu viku, vissi ekki að ég væri svona skemmtileg.. djók.
En já, voða lítið að segja meira nema að mér líður rosa vel og fjölskyldan er rosa góð við mig :) Má líka skjóta því inn að ég sakna ykkar !
En þangað til næst!
Ciao xxx