Ferðalagið hefst á Keflavíkurflugvelli, allt rosa óraunverulegt og skrítið, búin að kveðja alla( þó nokkuð mörg tár felld, þið vitið hver þið eruð hahaha ) en já við erum semsagt 12 skiptinemar frá Íslandi sem fórum saman, mikill spenningur var komin í marga en Hilmar var eiginlega bara spenntur fyrir að fá egg og beikon í fríhöfninni haha! En ég keypti lakkrís, kúlusúkk og þrista handa ítölsku fjölskyldunni minn í fríhöfninni en allt náði ekki að komast til skila... því miður..
Fyrsta flugið okkar var til Berlín sem tók sirka 2 og hálfan tíma, við stelpurnar búnar að gera okkur væntingar um rosa fínan flugvöll og vorum byrjaðar að plana hvað við ættum að kaupa okkur í H&M, þannig vorum búnar að sætta okkur við að hanga í um 8 tíma á flugvellinum. En ekki svo gott, við þurftum að dúsa fyrir framan innritunina allann tímann! Einn snillingur kom með ferða Alias svo við byrjuðum að spila og skemmta okkur, vorum líka með gítar og fiðlu þannig við fórum að undirbúa hæfileika keppnina sem átti að vera í Arrival campinu í Róm en svo var ekki... þónokkur tími í hummi og söng farinn til einskis! við stelpurnar fórum nokkrum sinnum á klósettið í Berlín og ónafngreind manneskja hélt að við fengum einhvern sjúkdóm því klósettið var svo ógeðslegt, en ekki meira um það.
Loksins þegar við vorum búin að innrita okkur inn fórum við nokkur beint á Burger King og splæstum í einn sveittan börger eftir langa bið!
Næst tekur við flugið til Róm, það var um 2 tímar, við lendum í 20 stiga hita og logni, náum í töskurnar okkar sveitt og þreytt, 3 sjálfboðaliðar AFS taka vel á móti okkur og við förum beint í rútuna sem fór með okkur á hótelið sem arrival campið var :) eftir næstum 18 tíma ferðalag þá vorum við komin upp í rúm klukkan 2 um nótt!
Vekjaraklukkan hringir hálf 8 og þá vöknum við og förum í morgunmat klukkan 8, þarsem ítalar borða bara sætabrauð og kornfakes með volgri mjólk fór ég í smá verkfall og borðaði ekki meira né minna en 4 ávexti í morgunmat.
Þá hefst komunámskeiðið, okkur var skipt upp í hópa eftir hvert við færum um landið, mikið af hópefli og skrítnum leikjum, við Íslendingarnir skoruðum á sjáfboðaliðanna í blak keppni sem við rústuðum að sjálfsögðu með einn fyrrverandi landsliðsmann í okkar liði en vil meina að ég hafi halað inn stigunum okkar! En þegar líða fer á daginn fæ ég alltaf meira og meira útbrot á fæturnar sem endar með því að ég fæ að fara fyrr heim á hótelið, sjálfboðaliðarnir hringja í lækni sem ég beið eftirí sirka 4 tíma en allt í lagi með það núna :)
Svo var kvöldmatur um hálf 8 leytið og svo hittingur með öllum skiptinemunum þar sem forsetinn kom og hélt ræðu og skemmtilegheit! Eftir það uppgvötuðum við Íslendingarnir að það væri netsamband á hótelinu á ganginum fyrir framan herbergin okkar svo við eyddum daggóðum tíma þar til að kíkja inná facebook. En hápunktur kvöldsins var þegar við hittum meistarann Jón Larsen frá Færeyjum(mikill einkahúmor milli okkar), fengum mynd með honum og fórum sátt til baka inn á hótelherbergi þar sem við nokkur vorum að tala saman fram á nótt og borða íslenska nammið sem átti að fara til fjölskyldunnar.
Við vöknum 8 daginn eftir og förum í morgunmat þar sem við fengum okkur bara ávexti og fórum aftur að sofa við stelpurnar sem vorum saman í herbergi, en um 11 leytið fer ég á lestarstöðina með hinum skiptinemunum sem fara til Napolí og þar í kring:)
Lestin var 1 klst og 10 min frá Róm til Napolí, þetta var einhver sérstök hraðlest sem fer á 300 km/klst!!
Loksins er ég komin til Napolí þar sem fjölskyldan tekur vel á móti mér, það fyrsta sem ég sé er litla systirin með spjald sem stendur welcome salka!! svoo sætt, hleyp í áttinna til þeirra og tek utan um þau kyssi þau á báðar kynnar og sé að mamman er hágrátandi hahaha, en eftir smá spjall þá förum við í bílinn og keyrum heim, ótrúlegt að fólk í Napolí sé með bílpróf því þau keyra öll eins og vittleysingar!! Og þið þarna heima viljið meina að ég kunni ekki að keyra almennilega, þið ættuð að koma hingað!! ég alveg voða þæg og spenni beltið strax þegar ég fer í bílinn, þá segir Roberto pabbi að ég þurfi ekki að nota sætisbelti því allir keyra svo vel hérna og enginn noti þau lengur, EKKI TRÚA ÞVÍ! allir bílar, þá meina ég allir bílar eru rispaðir eða beiglaðir þannig, nei þau keyra ekki svona vel haha! Allir að svína fyrir alla og vespur hér og þar á götunni, þetta er crazy!!
Við komum heim og þau sýna mér húsið sem er svo sætt og krúttlegt, er með sér herbergi sem er rosa fínt :) um kvöldið er svo matur og skálað með kampavíni þau fá eitt prik fyrir það! en seinna um kvöldið förum við martina í smá útsýnisferð með bestu vinkonu hennar og hittum krakkana sem eru með mér í skóla :) allir voða almennilegir og kyssa mig á báðar kynnar og reyna að tala við mig á ensku en ég skil þau mjög sjaldan þannig ég kinka bara kolli og brosi, getur verið frekar pínlegt þegar þau eru að spyrja mig að einhverju og ég brosi og segi já hahaha...
En dag 2 þá vakna ég og bý um rúmið mitt(mamma þú mátt vera svo stolt af mér núna!!) en svo fer ég með Martinu og vinum hennar á ströndina og við vorum þar allan daginn! er eins og tómatur núna í andlitinu, þetta ætlar ekkert að breytast í tan, en allt í lagi með það :)
Síðan kemur fyrsti skóladagurinn, ég algjör snillingur að mæta í langermapeysu og jakka þannig þegar ég var loksins komin í skólann var ég ein svitaklessa, en allir voða almennilegir sem eru með mér í bekk, allir fóru í röð og kysstu mig hæ og kynntu sig svo allir að hrósa mér hvað ég er góð í ensku sem er náttúrulega bara hlægilegt miðað við kunnáttu mína!! kennaranir líka rosa fínir byrja bara að tala við mig á ítölsku og gera sér ekki grein fyrir að ég skil ekki orð, stærfræðikennarinn er með gleraugu sem stækka augun svona 3x, næ ekki að taka hann alvarlega hahaha. En hann vildi fá mig upp að kennaraborði til að reyna að leysa nokkur dæmi sem gekk ekki eitt né neitt, en þetta reddast vonandi, fórum svo í ítölskutíma þar sem ég var bara að leika mér að flétta upp einhverjum orðum, kennarinn hrósaði mér hvað ég var dugleg að læra sjálf, ég er svo mikið súkkulaði, kemst upp með allt í bili! erum bara í skólanum frá 8-12 alla virka daga og laugardaga, það er frekar næs :)
Skóladagurinn í dag var miklu skárri, er núna eiginlega að smella inn í bekkinn :) byrjuð að tala við krakkana venjulega en skil ekki hvað þau segja til baka þannig ég held áfram að kinka kolli og segja já.. hahaha
En eins og er þá er allt í góðu hérnameigin, er að fara í brúðkaup hjá systur vinkonu Martinu, á ströndinni takk fyrir kærlega, líka nokkrir búnir að bjóða mér í sama partýið sem er í næstu viku, vissi ekki að ég væri svona skemmtileg.. djók.
En já, voða lítið að segja meira nema að mér líður rosa vel og fjölskyldan er rosa góð við mig :) Má líka skjóta því inn að ég sakna ykkar !
En þangað til næst!
Ciao xxx
Til hamingju með bloggsíðuna þína elsku Salka mín. Alveg frábært hjá þér. Hlakka til að fylgjast með þér á síðunni :) Luv mamma
ReplyDelete