En úr hræðslunni yfir í það skemmtilega!
Umm ég er semsagt hérna sem skiptinemi og geri allt annað en að læra haha, er ennþá súkkulaðið í bekknum og sit bara og fylgist með og þykist skilja þótt ég geri það ekki. Martina systir búin að sitja sveitt yfir heimalærdómi, söguprófi og efnafræðiprófi á meðan ég ligg uppí sófa að horfa á talsett sjónvarpsefni, alls ekki slæmt!!
Annars gengur jú ágætlega í skólanum, það eina sem ég skil eru enskutímarnir, kennarinn spyr mig stundum hvernig ég ber nokkur orð fram, þá læt ég ljós mitt skýna og sletti smá breskum hreim inní orðin og þykist kunna þetta rosa vel haha :)
Gaman að segja frá því að ég er byrjuð aftur í fótboltanum, er að æfa með liði sem heitir Dream Team Napoli, náði að komast inn í keppnishópinn eftir 3 æfingar og spilaði fyrsta leikinn minn á sunnudaginn, strunsaði útaf vellinum eftir leikinn og beint inn í klefa, þrátt fyrir tap og mikla fýlu í mér eftir leik þá var þetta nokkuð skemmtilegt ! Er komin með nýtt gælunafn í liðinu og það er 'Sashha', sætti mig svosem við það en vil helst vera kölluð Snowflake(haha djók, get it? get it?)
Eftir leikinn á sunnudaginn var haldið beint í ítalska skírn, hef ekki hugmynd hvað barnið heitir, var alltof upptetin að borða.... þetta var einum of... vorum mætt í skírnina um 1 leytið og ég og syssa fórum heim þegar skírnin var hálfnuð kl hálf 5 til að sofa, enda rosa þreyttar eftir leikinn. Allavenga þegar við komum í skírnina var byrjað á forréttinum, mozarella, skinka, skinkukjöt, ostar, kjúklingavefja eða einhvað í þeim kantinum, aspas vafinn í skinku, ég borðaði með bestu list og var pakksödd, þá fékk ég að vita að þetta væri forrétturinn! Svo heldur þetta áfram, risotto og pasta(sem betur fer fórum við heim eftir þetta) það sem við misstum af var svo nautasteik og svínakjöt, eftirréttur og eftir eftirréttur sem ég veit ekki alveg hvað er haha! allavegna við fórum heim og ég steinrotaðist, vaknaði klukkan 8 og hélt að ég væri að fara að æla því ég var svo södd þannig lokaði augunum og reyndi að sofna, vaknaði svo klukkan 7 um morguninn til að fara í skólann, eftir rúmlega 15 tíma svefn, mikið var það gott!!
Talandi um mat þá er ég búin að vera rosa rosa dugleg, borða tómata núna með bestu list(ótrúlegt en satt) og í gær þá borðaði ég heilan disk af nírnabaunasúpu(fékk engu ráðið um það) svo mamma þú mátt vera rosa stolt af mér núna!! en mátt samt ekki láta baunirnar í súpuna þegar ég kem heim.... ekki séns!!hahaha
Það er búið að lengja skóladagana um 1 klukkutíma á dag þannig ég er frá 8-1 alla daga og 8-2 á fimmtudögum, mikið rosalega munar þetta miklu, er alveg uppgefin þegar ég kem heim úr skólanum, þannig tek alltaf powernap eftir hádeigismat hjá ömmu! Alveg ótrúlegt hvað hún hikar ekkert við að tala við mig, húner algjört æði!! afinn er algjör muldrari, ég borða alltaf bara fyrsta diskinn því ég er pakksödd eftir það, fæ mér aldrei kex eðaa ávexti eftirá og mikið getur hann blótað mér öllu illu útaf því og bendir á mig og muldrar og muldrar hahaha.... fer að venjast þessu vonandi!
Allavegna hlakkar mig alltaf til fimmtudaganna, því þá hittumst við skiptinemarnir í Napoli og förum í ítölskutíma saman, en mesta tilhlökkunin er eftir tíma þegar ég fæ einhvern með mér að shoppa!!!! Ítölskutímarnir eru í Dante og það er 'hjarta' Naples, þannig aðal verzlunargatan er 5 mín frá ítölskutímanum, græt það ekki! mamma þú mátt frekar hafa áhyggjur af kretitkortinu...
Eina sem má bæta er tungumálið, ég skil smá hvað þau eru að tala um og hvað þau eru að segja við mig en ég næ voða lítið að segja til baka, er samt byrjuð að reyna smá vonandi fer þetta að detta inn :)
Annars er allt gott að frétta hérna, líður vel hérna og fjölskyldan algjört æði, finnst ég þekkja litlusystur svo vel útaf frekjunni í henni hahaha.. neei segi svona!
Langar líka að óska elskubesta afa mínum til hamingju með afmælið sitt í gær! :)))
En þangað til næst!!!! CIAO :D

Ilma frá Serbíu og Vincent frá Hong Kong!
Hamborgari ala robba pabba! Mc'donald hvað???
EN á voða lítið af myndum núna í augnablikinu til að láta inná en splæsti í eina sjálfsmynd í tilefni bloggsins !!
No comments:
Post a Comment