Annars er allt rosa fín að frétta hér, alltaf einhvað að gerast en held að helgin standi uppúr í þessari viku!
Hún byrjar á því að við systurnar sofum yfir okkur á laugardaginn og mætum klukkutíma of seint í skólann, þá var búið að læsa hliðunum og kallin þverneitaði að hleypa okkur inn... en ekki grétum við það heldur förum á kaffihús og fáum okkur vínabrauð og esspressoooo:D
Eftir það fórum við á vespunni alveg neðst í Naples við sjóinn að skoða kastala og taka túristamyndir og skemmtilegheit :) En þegar það kom að því að fara aftur heim....hahaha erum semsagt á gamalli vespu sem fer ekki yfir 30 og þið getið rétt ímyndað ykkur á hvernig hraða við vorum upp brekkur allan tímann!
Armando bróðr vill meina að þetta sé meira efni í saumafél heldur en vespu hahaha, en þá tókum við okkur til og stimpluðum inn nýtt hraðamet, 60 niður bullandi brekku kv. tvær stoltar!!
En seinna um kvöldið var einhver árleg hátíð sem er kölluð 'hvíta nóttin' :) allar búðir opnar alla nóttina og tónleikar á hverju götuhorni, rosa stuð! Enda komum við ekki heim fyrr en korter yfir 6 um morguninn hahaha..
Þannig gærdagurinn fór mest allur í að sofa og borða, þarsem ítalar borða endalaust mikið á sunnudögum, er enn að reyna að átta mig á hvað þau koma miklu ofan í sig!!
Ég skellti mér í smá sólbað í gær og ég held að ég geri það ekki oftar því þeim fannst það rosa fyndið! held að það sé ekki eðlilegt að fara í sólbað úti í garði haha.. er eins og endurskýnsmerki hérna.
Allavegna gengur bara mjög vel í skólanum þrátt fyrir að ég skilji ekki neitt, ég fæ ekkert heimanám og þarf ekki að taka nein próf jibbíí!!
Er orðin algjörlega háð esspresso, ef maður stingur upp á að búa til kaffi eftir mat eða þegar við erum að horfa á sjónvarpið þá er maður strax kominn í uppáhald! pabbi þú mátt vera stoltur af mér núna!!
Umm annars er ekkert einhvað klikkað slúður svosem :) er allavegna enn á lífi!
Ætla að skella nokkrum myndum hérna með uppá fjörið!
Ein sátt í kastalanum :)
Múttan splæsti í 'smá' vínber fyrir mig
Ein mynd af 'tuskut.....' fyrir þig pabbi :)
Reyna að vera ítölsk og tala með höndunum
Haha flotta verkefnið sem við skiptinemarnir bjuggum til, Ritvars með ítalska pósið í lagi!
Var leið eftir ítöskutíma því ég skildi ekki neitt, þannig skellit mér í H&M á leiðinni heim og kom skælbrosandi heim með fullan poka víjj
Ein frá fyrstu fótboltaæfingunni
Átti að elda íslenskan mat þannig ég tók mig til og eldaði kínverskan kjúklingarétt hahaha...
Smá vespugleði eftir skóla á laugardeigi, leiðinni var haldið beinustu leið á vinsælustu verslunargötuna og sjoppað smá :)
Get hleigið endalaust af þessari mynd... en allavegna mjög góð mynd af litlusystur í frekjukasti hahaha
Kósý úti að borða með mömmu og pabba :)
Orðin ástfangin af Naples!!
Ein sveitt skemmtileg sjálfsmynd í lokin :)
En þangað til næst!! xxx
No comments:
Post a Comment