Jæja kæra fjölskylda og vinir, gaman að segja frá því að ég er nær dauða en lífi hér í Napólí! 4 morð innan við kílómeter frá heimilinu mínu + var brotist inn í bílinn okkar í þokkabót sömu nótt! Mamma er búin að vera í taugahrúgu yfir þessu en þá náði Styrmir bróðir að segja við hana að mafían drepur ekki ljóshærðar stelpur með blá augu heldur selji þær frekar... Takk Styrmir núna líður mér miklu betur.
En allavegna, það er búið að vera rosa mikið fjör hérnameigin, þegar ég var í þeim pakka að svara öllu játandi og brosandi þá náði ég að koma mér í þann klandur að fara á fótboltaæfingu, en allt í lagi með það! fékk lánaða skó sem voru frekar litlir og fékk risastóra blöðru í þokkabót jeijj :D Mætti halda að það væri ekki til neitt sem kallast plástur en þá kom Robbi pabbi með sjúkrakassann og bjó til plástur la italian style!
Er búin að fara í 3 shopping ferðir í aðal gotunni í Napolí og ef þið þekkið mig rétt þá fer ég aldrei tómhent heim!!
Allavegna, ég er búin að vera hérna í 2 vikur og líður eins og ég sé búin að vera hérna bara yfir eina helgi, allt er svo fljótt að líða og svoo mikið að gera alltaf! við skiptinemarnir í Napolí erum á sérstöku námskeiði þar sem við hittumst nokkrum sinnum og erum að reyna að læra ítölsku sem endar oft ekkert alltof vel !
Á sunnudaginn kemur hættir fjölskyldan að tala við mig á ensku og talar bara ítölsku..... það verður skrautlegt þarsem ég er byrjuð að skilja eitt og eitt orð en alls ekki að tala hana fyrir mitt litla líf!
Ummm fór á ball á þriðjudaginn sem var örugglega samfés x2 ! hef sjaldan séð svona mikið fólk á einum stað, það var geeðveikt gaman, þónokkuð margir að reyna að taka mig útaf dansgólfinu en þá náði ég að hoppa á bekkjabræður mína og sagði að þeir væru kæró eða jafnvel stelpurnar og sagðist vera lesbísk... vel gert ég veit!!
Það sem ég er búin að læra hérna í Napolí er að esspresso kaffið hérna er það besta, ég finn bara besta mozarella ostinn í Napoli, þau tala heldur ekki ítölsku heldur napolsku eða einhvað álíka hahaha...
Alora, við systurnar förum núna alltaf á vespunni í skólann sem er eitt það skemmtilegasta við daginn því það er algjört hell að labba í skólann í þessum hita, þá er maður eins svitaklessa (fyrir allan peninginn mamma)
Talandi um skólann þá er bekkurinn minn algjört æði, allir ógeðslega háværir og þurfa athygli allan tímann ( Serena ef þú ert að google translatea þetta þá er ég bara rétt að byrja... haha) Kennaranir hérna verða ándjóks skrítnari með tímanum, tók eftir því að stærðfræðikennarinn er ekki bara með gleraugu sem stækka augun x3 heldur er hann alltaf með pung á sér og í gönguskóm svo hikar hann ekki að tala við mig á ítölsku vitandi að ég skilji ekki neitt. Einn kennarinn er ALLTAF með sólgleraugu í tíma og sveiflandi blaðvæng ég veit ekki hvert hún ætlar að fara með hann... Er alveg að meika enskutímana hérna, erum að læra 8 bekkjar enskuna hérna en allt í lagi með það þá er ég gáfuð í einu fagi! Eitt það fyndnasta sem ég lenti í var þegar húsvörðurinn eða einhvað, veit ekkert hver þetta er fór að baukast í orðabókina mína og skemmti sér konunglega yfir því en það fyndnasta var þegar einn bekkjarbórðir minn fór að leika hann. Einn kennarinn var líka í miðjum samræðum þegar hann labbaði allt í einu út úr tíma og lét ekkert sá sig aftur fyrr en eftir nokkrar mínútur hahaha... kanski aðeins of mikill einkahúmor milli bekkjarins een gaman að segja frá því!
Litla systir loksins byrjuð að tala smá við mig !! getur sag að hún eigi stóra systur sem heitir Salka Sigurðardóttir! ekkert smáá sætt!!! Fór út að borða með fjöslkyldunni á miðvikudaginn og við vorum ándjóks standslaust borðandi og drekka kaffi og fleira í 4 tíma, þetta er crazy hvað þau koma miklu ofan í sig !! þegar við vorum búin að borða þá ákvöðum við krakkarnir að halda smá tónleika þar sem einn spilaði á píanóið og við sungum með! foreldrarnir komnir í svaka stuð og fóru að öskra með og dansa, sem betur fer voru ekki margir á staðnum haha :)
Loksins kominn föstudagur og helgin framundan, bara djók það er skóli klukkan 8 í fyrramálið jeijjj!! er byrjuð að finna fyrir svo mikilli menningarþreytu!! er aaaalltaf þreytt, næ varla að halda mér vakandi í tímum og eftir skóla þá tek ég oft powernap í sófanum! með íslensku sænginni minni sem er að slá í gegn á heimilinu.
Talandi um að ég og mamma höfum misreiknað hitastikið hér í Napolí, ég pakkaði niður dúnúlupunni minni og tók hana með mér hingað og ég held að fjölskyldan sé ennþá að gera grín af mér útaf því... Er líka að byrja að átta mig á því ef það er ágætt veður á morgnanna þá er steikjandi hiti þegar skólinn er búinn, þannig það er alltof mikið að fara í bol, hettupeysu, jakka og með klút eins og á Íslandi... alltaf er maður að læra einhvað nýtt!
Allavegna er spennandi helgi framundan þrátt fyrir skólann á morgun, steplurnar í bekknum ætla að taka útlendinginn sinn og sýna mér flottustu og fallegustu staðina í Napolí, er ekkert smáá spennt :D
Annars er ég eins og er á lífi á meðan mafían er að taka til hérna, engar áhyggjur mamma ég kem vonandi aftur heim eftir 10 mánuði :) Farin að sakna ykkar smá, ekki mikið.. djók
Ætla að skjóta því inn að ég er búin að plata nokkra að ég eigi mörgæsir heima á Íslandi... gaman að því
En þangað til næst!!!
http://www.youtube.com/watch?v=3P06kyFpIQU
Eitt smá uppáhalds fyrir ykkur heima á klakanum!! xxx
Frábært hjá þér Salka mín. Svoooo gaman að lesa um þetta ævintýri. Luv mamma
ReplyDelete