Tuesday, October 9, 2012

1 mánuður kominn

Nýjustu fréttir frá Napoli! er enn á lífi eftir 1 mánuð, veit ekki hversu lengi það endist því að komast í og úr skóla er bara spurning um líf og dauða! umferðin hérna er klikkuð og þá meina ég klikkuð! engar umferðarreglur og ekki neitt, líka ótrúlegt hvað fólk heldur að ef það liggur á flautunni að umferðin gangi einhvað betur fyrir sig..... en það gerir það EKKI....
En úr hræðslunni yfir í það skemmtilega!
Umm ég er semsagt hérna sem skiptinemi og geri allt annað en að læra haha, er ennþá súkkulaðið í bekknum og sit bara og fylgist með og þykist skilja þótt ég geri það ekki. Martina systir búin að sitja sveitt yfir heimalærdómi, söguprófi og efnafræðiprófi á meðan ég ligg uppí sófa að horfa á talsett sjónvarpsefni, alls ekki slæmt!!
Annars gengur jú ágætlega í skólanum, það eina sem ég skil eru enskutímarnir, kennarinn spyr mig stundum hvernig ég ber nokkur orð fram, þá læt ég ljós mitt skýna og sletti smá breskum hreim inní orðin og þykist kunna þetta rosa vel haha :)
Gaman að segja frá því að ég er byrjuð aftur í fótboltanum, er að æfa með liði sem heitir Dream Team Napoli, náði að komast inn í keppnishópinn eftir 3 æfingar og spilaði fyrsta leikinn minn á sunnudaginn, strunsaði útaf vellinum eftir leikinn og beint inn í klefa, þrátt fyrir tap og mikla fýlu í mér eftir leik þá var þetta nokkuð skemmtilegt ! Er komin með nýtt gælunafn í liðinu og það er 'Sashha', sætti mig svosem við það en vil helst vera kölluð Snowflake(haha djók, get it? get it?)
Eftir leikinn á sunnudaginn var haldið beint í ítalska skírn, hef ekki hugmynd hvað barnið heitir, var alltof upptetin að borða.... þetta var einum of... vorum mætt í skírnina um 1 leytið og ég og syssa fórum heim þegar skírnin var hálfnuð kl hálf 5 til að sofa, enda rosa þreyttar eftir leikinn. Allavenga þegar við komum í skírnina var byrjað á forréttinum, mozarella, skinka, skinkukjöt, ostar, kjúklingavefja eða einhvað í þeim kantinum, aspas vafinn í skinku, ég borðaði með bestu list og var pakksödd, þá fékk ég að vita að þetta væri forrétturinn! Svo heldur þetta áfram, risotto og pasta(sem betur fer fórum við heim eftir þetta) það sem við misstum af var svo nautasteik og svínakjöt, eftirréttur og eftir eftirréttur sem ég veit ekki alveg hvað er haha! allavegna við fórum heim og ég steinrotaðist, vaknaði klukkan 8 og hélt að ég væri að fara að æla því ég var svo södd þannig lokaði augunum og reyndi að sofna, vaknaði svo klukkan 7 um morguninn til að fara í skólann, eftir rúmlega 15 tíma svefn, mikið var það gott!!
Talandi um mat þá er ég búin að vera rosa rosa dugleg, borða tómata núna með bestu list(ótrúlegt en satt) og í gær þá borðaði ég heilan disk af nírnabaunasúpu(fékk engu ráðið um það) svo mamma þú mátt vera rosa stolt af mér núna!! en mátt samt ekki láta baunirnar í súpuna þegar ég kem heim.... ekki séns!!hahaha
Ummm, í kvöld er ég að fara í einhvað 'nafnaafmæli' hjá söru vinkou syssu til að fanga nafninu hennar, skil þetta ekki alveg en allir eiga sinn 'nafnadag' til að halda uppá, ekki græt ég það að fá kaffiköku ala italy í kvöld!!
Það er búið að lengja skóladagana um 1 klukkutíma á dag þannig ég er frá 8-1 alla daga og 8-2 á fimmtudögum, mikið rosalega munar þetta miklu, er alveg uppgefin þegar ég kem heim úr skólanum, þannig tek alltaf powernap eftir hádeigismat hjá ömmu! Alveg ótrúlegt hvað hún hikar ekkert við að tala við mig, húner algjört æði!! afinn er algjör muldrari, ég borða alltaf bara fyrsta diskinn því ég er pakksödd eftir það, fæ mér aldrei kex eðaa ávexti eftirá og mikið getur hann blótað mér öllu illu útaf því og bendir á mig og muldrar og muldrar hahaha.... fer að venjast þessu vonandi!
Allavegna hlakkar mig alltaf til fimmtudaganna, því þá hittumst við skiptinemarnir í Napoli og förum í ítölskutíma saman, en mesta tilhlökkunin er eftir tíma þegar ég fæ einhvern með mér að shoppa!!!! Ítölskutímarnir eru í Dante og það er 'hjarta' Naples, þannig aðal verzlunargatan er 5 mín frá ítölskutímanum, græt það ekki! mamma þú mátt frekar hafa áhyggjur af kretitkortinu...
Eina sem má bæta er tungumálið, ég skil smá hvað þau eru að tala um og hvað þau eru að segja við mig en ég næ voða lítið að segja til baka, er samt byrjuð að reyna smá vonandi fer þetta að detta inn :)
Annars er allt gott að frétta hérna, líður vel hérna og fjölskyldan algjört æði, finnst ég þekkja litlusystur svo vel útaf frekjunni í henni hahaha.. neei segi svona!
Langar líka að óska elskubesta afa mínum til hamingju með afmælið sitt í gær! :)))
En þangað til næst!!!! CIAO :D
Alon frá bandaríkjunum, vil meina að þetta sé nokkuð venjulegur ítölskutími, með sundhettuna og sundgleraugun á sér.... stórklikkað lið sem ég er að umgangast..
Ilma frá Serbíu og Vincent frá Hong Kong! 
Hamborgari ala robba pabba! Mc'donald hvað???


EN á voða lítið af myndum núna í augnablikinu til að láta inná en splæsti í eina sjálfsmynd í tilefni bloggsins !!

Monday, October 1, 2012

3 vikan á Ítalíu :)

Er enn á lífi eftir 3 vikur, er ekki búin að vera vör við nein morð eða lík í götunni minni uppá síðkastið :) djók...
Annars er allt rosa fín að frétta hér, alltaf einhvað að gerast en held að helgin standi uppúr í þessari viku!
Hún byrjar á því að við systurnar sofum yfir okkur á laugardaginn og mætum klukkutíma of seint í skólann, þá var búið að læsa hliðunum og kallin þverneitaði að hleypa okkur inn... en ekki grétum við það heldur förum á kaffihús og fáum okkur vínabrauð og esspressoooo:D
Eftir það fórum við á vespunni alveg neðst í Naples við sjóinn að skoða kastala og taka túristamyndir og skemmtilegheit :) En þegar það kom að því að fara aftur heim....hahaha erum semsagt á gamalli vespu sem fer ekki yfir 30 og þið getið rétt ímyndað ykkur á hvernig hraða við vorum upp brekkur allan tímann!
Armando bróðr vill meina að þetta sé meira efni í saumafél heldur en vespu hahaha, en þá tókum við okkur til og stimpluðum inn nýtt hraðamet, 60 niður bullandi brekku kv. tvær stoltar!!
En seinna um kvöldið var einhver árleg hátíð sem er kölluð 'hvíta nóttin' :) allar búðir opnar alla nóttina og tónleikar á hverju götuhorni, rosa stuð! Enda komum við ekki heim fyrr en korter yfir 6 um morguninn hahaha..
Þannig gærdagurinn fór mest allur í að sofa og borða, þarsem ítalar borða endalaust mikið á sunnudögum, er enn að reyna að átta mig á hvað þau koma miklu ofan í sig!!
Ég skellti mér í smá sólbað í gær og ég held að ég geri það ekki oftar því þeim fannst það rosa fyndið! held að það sé ekki eðlilegt að fara í sólbað úti í garði haha.. er eins og endurskýnsmerki hérna.
Allavegna gengur bara mjög vel í skólanum þrátt fyrir að ég skilji ekki neitt, ég fæ ekkert heimanám og þarf ekki að taka nein próf jibbíí!!
Er orðin algjörlega háð esspresso, ef maður stingur upp á að búa til kaffi eftir mat eða þegar við erum að horfa á sjónvarpið þá er maður strax kominn í uppáhald! pabbi þú mátt vera stoltur af mér núna!!
Umm annars er ekkert einhvað klikkað slúður svosem :) er allavegna enn á lífi!
Ætla að skella nokkrum myndum hérna með uppá fjörið!

Ein sátt í kastalanum :)
Múttan splæsti í 'smá' vínber fyrir mig
Ein mynd af 'tuskut.....' fyrir þig pabbi :)
Reyna að vera ítölsk og tala með höndunum
Haha flotta verkefnið sem við skiptinemarnir bjuggum til, Ritvars með ítalska pósið í lagi!
Var leið eftir ítöskutíma því ég skildi ekki neitt, þannig skellit mér í H&M á leiðinni heim og kom skælbrosandi heim með fullan poka víjj
Ein frá fyrstu fótboltaæfingunni
Átti að elda íslenskan mat þannig ég tók mig til og eldaði kínverskan kjúklingarétt hahaha...
Smá vespugleði eftir skóla á laugardeigi, leiðinni var haldið beinustu leið á vinsælustu verslunargötuna og sjoppað smá :)
Get hleigið endalaust af þessari mynd... en allavegna mjög góð mynd af litlusystur í frekjukasti hahaha
Kósý úti að borða með mömmu og pabba :)
Orðin ástfangin af Naples!!
Ein sveitt skemmtileg sjálfsmynd í lokin :)

En þangað til næst!! xxx