Nú er komið að því, eftir baráttu uppá blóð, svita og tár að fá netið í
tölvuna mina eftir langa bið þá loksins vann ég. Undirbúið ykkur fyrir heljarinar skemmtun, vil afsaka
stafsetningarvillurnar er svo spennt næ ekki að hugsa skýrt!
Allavegna hvar á ég að byrja..
Fór með AFS krökkunum sem eru í Campaniu (Napolí og þar í kring) í 6 week
camp sem var haldið í Salerno, u.þ.b. klukkutími í lest. Vorum þar í 4 daga og
sjaldan hef ég sofið jafn lítið. Náðum að rottast okkur saman og hittast öll í
einu herbergi og vaka alla nóttina sem jújú var rosa gaman en ekki jafn gaman
daginn eftir að vakna klukkan 8! En vorum semsagt 34 hressir skiptinemar og öll
jafn athyglissjúk og allur pakkinn þannig þetta var rosa skemmtileg ferð.
Fyrsta daginn vorum við aðalega á fundum og fyrirlestrum sem var ekkert
æðislega gaman en náðum að skemmta okkur með því að taka myndir af öðrum
sofandi og taka grettumyndir, rosa fjör. Fengum mat á hótelinu 3svar á dag og
alltaf tveggja eða þriggjarétta, þjónað til borðs og allt. En morgunmaturinn
var aðal hjá okkur stelpunum því við fengum ótakmarkað magn af vínabrauði og
Nutella!! Það eina sem náði okkur á fætur var það hahaha, varð svo rosa mikill
húmor í ferðinni. Líka gaman að segja frá því að allir þá meina ég ALLIR
skiptinemarnir drekka núna kaffi og biiiiðröðin sem myndaðist fyrir einn esspresso
til að starta deiginum... samt alveg þess virði!En við gerðum margt
skemmtilegt, gerðum kynningu um landið okkar og ég rosa sniðug að taka gjöfina
sem ég gaf fjölskyldunni minni til baka yfir þessa daga til að sýna krökkunum
myndir af Íslandi, alltaf þegar ég fletti um síðu þá heyrðist í þeim váááá, svo
aftur váááá, já mamma... er búin að leyfa nokkrum krökkum að koma í heimsókn og
fá gistingu hjá okkur bara láta þig vita :)) En krakkarnir héldu án gríns að ég
ætti heima í snjóhúsi og með mörgæsir sem gæludýr... en náði svosem að leiðrétta einhvað af því en
ekki allt. Komst líka af því hver kallaði mig albinóa í arrival campinu í Róm,
þá er það Ilma sem er ein besta vinkonan mín sem er líka í Napolí, og það sem
var hleigið. Allavegna, fórum líka að skoða söfn sem var drepleiðinlegt og
fórum í krikju þar sem flestar stelpurnar voru í stuttbuxum og hlýrabol og
presturinn rak þær úr kirkjunni, það var rosa fyndið, sáum líka einhvern mann
vera í þvílíkum játningum við prestinn og við alveg í kasti bakvið þannig hann
endaði á því að reka okkur öll út úr kirkjunni, en toppur dagsins var þegar við
fórum á ströndina, ég albinóinn var í steik allan tímann og kom heim eins og
tómatur í framan, en allt í lagi með það. Næ alltaf að misskilja einhvað og
fatta það svo ekki fyrr en langt eftirá, herbergisfélaginn minn var frá
Austurríki EKKI Ástralíu hahaha og hvað var ég búin að koma mér í, búin að
spyrja hana út í kengúrur og að Ísland væri akkurat hinumeigin á heiminum og
svona óþarfa ÞARTIL seinasta daginn nær hún að æla því uppúr sér að hún sé frá
Austurríki.... Svosem ekkert spennandi að spyrja um Austurríki þannig við
héldum áfram að tala um Ástralíu.. djók. Uppahöldin mín í þessari ferð eru
klárlega stelpurnar frá Tælandi og kína, get ekki líst því hversu mikið ég
sakna þeirra núna, þær eru svo miklar dúllur!! Var líka rosa gaman að taka
ljósa hárið mitt og láta yfir þeirra og taka myndir!Umm það var svo
hæfileikakeppni þar sem ég og stelpur frá USA, Póllandi og Noregi tökum
ákvörðun að dansa höfuð, herðar, hné og tær og syngja á okkar
tungumáli(þvílíkur hæfileiki, ég veit) fékk samt smá samviskubit eftirá því
stelpurnar frá tælandi komu með búninga og voru búnar að æfa sig heima og allt
hahaha, en rosa flott hjá þeim! Gæti talað endalaust um þessa ferð, en kom
dauðþreytt heim á sunnudeiginum og með mestu munnræpu sem ég hef fengið og þá á
ítölsku og held að ekkert hafi meikað sens en hann var alveg rosa rosa ánægður
og klappaði fyrir mér og hló af mér eins enginn væri morgundagurinn, veit ekki
hvort það sé gott eða ekki... allavegna var mamma að taka powernap þegar ég kom
heim og ég búin að vera rosa dugleg að æfa mig fyrir framan spegilinn til að
segja henni frá seinustu dögum á ítölsku og hún var ekkert smáá ánægð jeijj..
Á mánudeiginum mæti ég eins og múmía í skólann, ógeðslega þreytt og alls
ekki að nenna þessu, en þá var bekkurinn minn rosa ánægður að sjá mig eftir
allan þennan tíma sem við vorum ekki saman og rosa gaman að spyrja mig út í helgina þannig ég splæsti í nokkrar
settningar á ítölsku og þau alveg himinánægð með Íslendinginn sinn. Talandi um
skólann þá gengur svosem ágætlega þrátt fyrir að ég geri ekki neitt nema að
sitja og gera ekki neitt í 5 tíma á dag! En fer á hverjum deigi í ítölskutíma í
skólanum og þá þarf ég alltaf að gera „heimanám‘ og skrifa eina settningu á
ítlölsku og lesa fyrir bekkinn sem er svosem ágætt :)) bara vesen að vera komin
með heimanám svona snemma.. djók
Það er víst kominn vetur í Napolí, fer alveg niður í 16°!! Og þá þarf ég
sko að fara í úlpunni í skólann!! En seinustu daga er búið að rigna frekar
mikið og þá meina ég mikið! Er kanski í skólanum og þrumur og eldingar fyrir
allan peninginn ég náttúrulega hef ekkert að gera í tímum nema að stara út um
gluggann og þegar ég sé eldingarnar og heyri í þrumunum þá kippist ég alveg til
og pikka í alla og segi heyrðiru þetta????! Á voðalega erfitt með að venjast
þessu, þau taka ekkert eftir þessu lengur. Gaman að segja frá því að við
systurnar ´stálumst´til að fara á vespunni í rigningu á laugardeiginum í
seinustu viku og fengum það aldeilis í bakið þegar við vorum hálfnaðar á
leiðinni heim í mestu rigningu sem ég hef upplifað og hvað helduru, VERÐUM VIÐ
EKKI BENSÍNLAUSAR.... frááábært!! Svo við hringjum skömmustulegar í pabba til
að sækja okkur og koma með bensín fyrir vespuna hahaha... erum alveg
stórhættulegt teymi á vespunni.
Langar að skjóta því inn að seinustu sturtuferðir hafa verið rosalega
skrautlegar. Fyrst næ ég að klára heita vatnið, næ að harka það af mér og klára
að skola hárið með kalda vatninu en viti menn daginn eftir er ég rétt búin að
skella sjampóinu í hárið og klárast ekki helvítis vatnið!!! Og hvað þá? Þá
tekur við bið þartil vatnið dælist aftur á hahaha.
En það var frí í skólanum á fimt,föst og laug, hef ekki hugmynd afhverju en
græt það ekki. var orðin rosa spennt að fá loooksins að sofa út, en nei á litla
sæta systur sem vaknar klukkan 8 á morgnanna og þarf að fá allt nágrennið með
sér á fætur! Byrjar að syngja og öskra
og berja í veggi, hélt að ég væri að sturlast.. vil nýta tækifærið núna og
byðja bræður mína fyrirgefningar á að vera ógeðslega pirrandi litla systir í
gegn um árin dísess kræst hvað ég finn til með ykkur sem eiga lítil syskini! En
nóg með það fór á halloween ball með fótboltanum á miðvikudaginn og það var
rosa stuð! Tók nokkur danspor á dansgólfinu og fékk gælunafnið the queen of the
team hahaha en er að fara á samning með liðinu svo ég geti keppt með þeim á
þessu tímabili jeijj, rosa skemmtilegar stelpur fór með þeim út að borða í
gærkvöldi og þurftum að bíða svangar eftir pizzu í 2 klukkutíma, átti erfitt
með að trúa því en allt fyir ekta napolska pizzu!! Náði svo að plata syssu og
vinkonu hennar í að fara í einhvað bakarí og keypti handgert ítalskt súkkulaði
sem er eitt það besta sem ég hef smakkað!
Er orðin enskukennari í fjölskyldunni og hitti bróðir pabba reglulega og
tölum saman á ensku og fæ borgað fyrir það haha, ekki slæmt!
Er byrjuð að geta talað smá við ömmu og afa, þau eru svo miklar dúllur.
Förum alltaf í hádeiginu eftir skóla í mat til þeirra sem er rosa gaman því
oftast er rosa góður matur, fékk um daginn pasta með nýrnarbaunum og þær eru
ekkert í uppáhaldi hjá mér svo ég plokkaði þær frá og geymdi þær til hliðar.
Daginn eftir tók amma sig til og hakkaði helvítís baunirnar og bjó til sósu úr
þeim og blandaði við pastað, frábært amma, frábært!!! Kemst ekkert upp með að
plokka þær til hliðar lengur, djöfull er sú gamla klók.. Hún er líka mesti
snyrtipinni sem ég veit um(já mamma hún er verri en þú) en er samt ekki að hata
það því þegar ég kem heim úr skólanum er hún búin að brjóta saman fötin mín sem
voru í haug á stólnum og búin að búa um rúmið, þurka af og sópa gólfið! Algjör
lúxus
Er komin með þokkalega ritstíflu og veit ekki hvað ég get skrifað meira..
Allavegna þá líður mér alveg vel og fjölskyldan er góð við mig svona inná
milli...djók
Fæ alveg heimþá inná milli en ég lifi þetta af! En þangað til næst!!
enn einn verslunarleiðangurinn eftir ítölskutíma með Ilmu
Sætu bekkjósystur Roberta og SerenaPastagleði
Útsýnisferð með Ilmu eftir tíma
Vespugleði
ítölskutími, kallinn sem við föndruðum Peppeföndraði þetta á 0,1
pólland
serbía, vampíra og albanía
ííííís
kynna ísland
pirate!
heimabakaðar minipizzur
hópurinn í 6 week camp
fyrsta heimsendingin!!
Roomies í 6 week camp
ströööndin!!
halloween skvís og smá skólaflippp